LISTAKLASI ÆSKUNNAR
Við erum stolt af því að bjóða upp á reglulega dagskrá listnámskeiða og viðburða í ýmsum greinum fyrir alla sem hafa áhuga á að þróa þekkingu sína og færni. Ásamt samstarfsaðilum okkar, Bakka Studios og Húnaklúbbnum, vinnum við með rótgrónum og nýjum listamönnum að því að bjóða þér sjónlista- og sviðslistaþjálfun í fremstu röð hér í Húnaþingi vestra. Skoðaðu stundaskrána okkar þar sem við bjóðum upp á fasta tíma - auk sérstakra gestatíma á hverjum ársfjórðungi.
Listaklasi er styrktur af Barnamenningarsjóði, Landsbankanum og Húnaþingi vestra.
Listaklasi er styrktur af Barnamenningarsjóði, Landsbankanum og Húnaþingi vestra.
Listsköpum með HúnaklúbburinnErtu með skapandi hugmynd sem þú vilt prófa? Verkefni sem þú ert að vinna að? Langar þig að hanga í skapandi rými með fólki eins og þér? Við erum með staðinn fyrir þig. ☺ Komdu með eigin aðföng eða notaðu sameiginlegan efnivið sem við erum með á staðnum.
|
Sumarleikhús æskunnarSumarleikhús æskunnar okkar býður upp á þriggja vikna ítarlega dagskrá fyrir ungt fólk á aldrinum 7 - 20 ára. Nemendur fá tækifæri til að taka þátt í öllum þáttum framleiðslu leiksýningar undir faglegri leiðsögn og handleiðslu. Í lok sumarleikhússins sýnir hópurinn leiksýningu fyrir fjölskyldu, vini og almenning. Í ár vinnum við í William Shakespeare og Makbeð. Opnað verður fyrir skráningar í maí.
Á meðal fyrri sýninga má nefna: Litlu hryllingsbúðina, Jónsmessunæturdraum og Lísu í Undralandi. |
Útvarpsleikhús æskunnarÁ meðan að samkomutakmarkanir voru við líði stóðum við fyrst fyrir 7 daga vinnustofu í útvarpsleikhúsi. Nemendur skipuleggja, skrifa og taka upp 5 mínútna útvarpsleikrit sem síðan er flutt á útvarpsstöðvum svæðisins. Útvarpsleikhús æskunnar snýr aftur á þessu ári. Búist við að heyra nokkrar frábærlega trylltar sögur úr hugarfylgsnum ungskálda.
Öllum fyrirspurnum er hægt að beina til Gretu Clough með tölvupósti eða með því að nota "hafa samband" formið hér að neðan. |