HANDBENDI
Picture
  • Home
  • About
  • Stúdíó Handbendi
  • Theatrical Productions
  • ​Puppet Making, Workshops, and Consultation
  • Youth Art Cluster
  • Artist Residency
  • Contact
  • BRÚÐUGERÐ, VINNUSMIÐJUR OG RÁÐGJÖF
  • „STOP MOTION“, BRÚÐULEIKJA- OG HREYFIMYNDASTÚDÍÓ

SKAPANDI RÝMI

Stúdíó Handbendi er meira en æfingasalur. Þetta er fjölnota skapandi rými fyrir alla sem hafa einhvern tíma fengið hugmynd sem þeir vilja prófa, áhugamál sem þarf heimili eða vinnusmiðju sem þeir vilja leiða. Þetta er rými sem veitir innblástur, hvort sem þú ert að þróa listrænt verkefni í gegnum listamannadvölina okkar, standa fyrir gallerísýningu, halda fund, stunda jóga eða æfa. Við stefnum að því að auðvelda sköpunarferlið þitt. Stúdíó Handbendi er skapandi rými. Við bjóðum upp á mismunandi leigukosti fyrir fundi, hljómsveitaræfingar, leikhús- og dansæfingar, gallerísýningar, leiksýningar, vikuleg lista- og tómstundanámskeið, afmælisveislur og handíðir. Hafðu samband við umsjónarmann og láttu okkur vita hvernig við getum aðstoðað. Innifalið í leigu er hágæða kaffi og te. Við getum með ánægju tekið að okkur að sjá um veitingar fyrir þinn fund eða viðburð gegn aukagjaldi. Láttu okkur bara vita. Við erum hér til að auðga sköpunargleðina.

Hefur þú áhuga á langtímaleigu? Heyrumst.
HERBERGISLEIGA

„STOP MOTION“, BRÚÐULEIKJA- OG HREYFIMYNDASTÚDÍÓ


Stúdíó Handbendi framleiðir hreyfimyndir, stuttmyndir og hljóðbækur. Við bjóðum einnig upp á brúðugerð og -leik fyrir kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Meðal nýlegra verka okkar má nefna verðlaunamyndina Lamb/Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson og leikbrúður eftir okkur voru í þáttaröð þrjú af Ófærð.  

Vantar þig brúður eða sérfræðinga í brúðuleik fyrir verkefnið þitt? Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar.
Picture

Skrifborð í skammtímaleigu, rými til að hanga & verslun

Þú finnur yndislegt umhverfi til að slaka á og hanga á staðnum, með ókeypis þráðlausu neti og nokkrum skrifborðum til skammtímaleigu ef þú ert að leita að vinnustað í nokkra klukkutíma eða daga. Við erum líka með litla gjafavöruverslun með hágæða vörum til listsköpunar, bókum og leikföngum.
Proudly powered by Weebly
  • Home
  • About
  • Stúdíó Handbendi
  • Theatrical Productions
  • ​Puppet Making, Workshops, and Consultation
  • Youth Art Cluster
  • Artist Residency
  • Contact
  • BRÚÐUGERÐ, VINNUSMIÐJUR OG RÁÐGJÖF
  • „STOP MOTION“, BRÚÐULEIKJA- OG HREYFIMYNDASTÚDÍÓ