HANDBENDI
  • Home
  • About
  • Stúdíó Handbendi
  • Theatrical Productions
  • ​Puppet Making, Workshops, and Consultation
  • Youth Art Cluster
  • Artist Residency
  • Contact
  • BRÚÐUGERÐ, VINNUSMIÐJUR OG RÁÐGJÖF
  • „STOP MOTION“, BRÚÐULEIKJA- OG HREYFIMYNDASTÚDÍÓ

LISTAKLASI ÆSKUNNAR​

Við erum stolt af því að bjóða upp á reglulega dagskrá listnámskeiða og viðburða í ýmsum greinum fyrir alla sem hafa áhuga á að þróa þekkingu sína og færni. Ásamt samstarfsaðilum okkar, Bakka Studios og Húnaklúbbnum, vinnum við með rótgrónum og nýjum listamönnum að því að bjóða þér sjónlista- og sviðslistaþjálfun í fremstu röð hér í Húnaþingi vestra. Skoðaðu stundaskrána okkar þar sem við bjóðum upp á fasta tíma - auk sérstakra gestatíma á hverjum ársfjórðungi. 

Listaklasi er styrktur af Barnamenningarsjóði, Landsbankanum og Húnaþingi vestra.​
Picture

Listsköpum með Húnaklúbburinn

Ertu með skapandi hugmynd sem þú vilt prófa? Verkefni sem þú ert að vinna að? Langar þig að hanga í skapandi rými með fólki eins og þér? Við erum með staðinn fyrir þig. ☺ Komdu með eigin aðföng eða notaðu sameiginlegan efnivið sem við erum með á staðnum.
Picture

Sumarleikhús æskunnar

Sumarleikhús æskunnar okkar býður upp á þriggja vikna ítarlega dagskrá fyrir ungt fólk á aldrinum 7 - 20 ára. Nemendur fá tækifæri til að taka þátt í öllum þáttum framleiðslu leiksýningar undir faglegri leiðsögn og handleiðslu. Í lok sumarleikhússins sýnir hópurinn leiksýningu fyrir fjölskyldu, vini og almenning. Í ár vinnum við í William Shakespeare og Makbeð. Opnað verður fyrir skráningar í maí.

Á meðal fyrri sýninga má nefna: Litlu hryllingsbúðina, Jónsmessunæturdraum og Lísu í Undralandi.
Picture

Útvarpsleikhús æskunnar

Á meðan að samkomutakmarkanir voru við líði stóðum við fyrst fyrir 7 daga vinnustofu í útvarpsleikhúsi. Nemendur skipuleggja, skrifa og taka upp 5 mínútna útvarpsleikrit sem síðan er flutt á útvarpsstöðvum svæðisins. Útvarpsleikhús æskunnar snýr aftur á þessu ári. Búist við að heyra nokkrar frábærlega trylltar sögur úr hugarfylgsnum ungskálda. 
 
Öllum fyrirspurnum er hægt að beina til Gretu Clough með tölvupósti eða með því að nota "hafa samband" formið hér að neðan. 

Leiklistarnámskeið
fyrir ungt fólk
​ (fætt 2003-2010) 
 


Kennt á laugardagsmorgnum frá 10-12 í Stúdíó Handbendi. Námskeiðið er 10 skipti. Fyrsti tími 21. janúar. Aðeins 10 pláss í boði. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Námskeiðinu lýkur með lítilli sýningu fyrir vini og vandamenn þar sem sýndar verða glefsur úr starfinu.

Helstu áherslur: Leikhúsagi ⧫ Leiklistarsaga ⧫ Leiktækni
Krefjandi og skemmtilegt nám fyrir metnaðarfull ungmenni.
​
Kennari er Sigurður Líndal. Hann kenndi í viðurkenndum
leiklistarskólum í Lundúnum um 12 ára skeið, auk þess að hafa leikstýrt yfir 60 sýningum.

Skráning hér:
https://forms.gle/97h7FvUu7BTH5SvU9
Picture
Proudly powered by Weebly
  • Home
  • About
  • Stúdíó Handbendi
  • Theatrical Productions
  • ​Puppet Making, Workshops, and Consultation
  • Youth Art Cluster
  • Artist Residency
  • Contact
  • BRÚÐUGERÐ, VINNUSMIÐJUR OG RÁÐGJÖF
  • „STOP MOTION“, BRÚÐULEIKJA- OG HREYFIMYNDASTÚDÍÓ