BRÚÐUGERÐ, VINNUSMIÐJUR OG RÁÐGJÖF
Handbendi býr til brúður í fjölbreyttum stílum úr ýmsum efnivið. Við erum fús til að ræða brúðuleikhúsþarfir þínar og vinna með þér að hönnun og gerð viðeigandi persóna fyrir sýninguna þína.
Ertu að íhuga að nota brúðuleikhús í sýningunni þinni? Ekki viss um hvar á að byrja? Við getum líka stutt við sýninguna þína með brúðuleikstjórn, ráðgjöf og dramatúrgíu. Einnig bjóðum við upp á fjölbreyttar vinnusmiðjur og stutt námskeið í brúðustjórnun og brúðugerð. Vinsælasta smiðjan okkar er námskeiðið Íslensk tröllabrúðugerð. Þetta eins - tveggja tíma námskeið er frábær viðbót við hátíðir og nýtir náttúruleg efni sem finnst á Norðurlandi vestra til að búa til einstakar borðbrúður. Brúðustjórnarnámskeið eru í boði í stúdíóinu okkar á Hvammstanga og eru sérsniðin að þörfum þátttakenda. Ímyndaðu þér þetta sem slökunarfrí - með brúðum. Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar. Á meðal vinnustofa í boði eru: · Sokkabrúðusmiðja (1 klukkustundar lengd, hentar fyrir alla aldurshópa) · Tröllabrúðusmiðja (1 klukkustund að lengd, hentar 6 ára og eldri) · Kynning á brúðuleik (1 - 3 dagar, hægt að sérsníða fyrir börn, unglinga, áhugamannahópa eða sem nám fyrir fagmenn) · Framleiðslustjórnun: Bókanir á leikferð (Heilsdags masterclass í virku námi fyrir fagfólk í leikhúsi) · Framleiðslustjórnun: Kynning á styrkumsóknum (Heilsdags masterclass í virku námi fyrir fagfólk í leikhúsi) · Leikhús fyrir börn: Nýtt upphaf (Masterclass fyrir leikhúsfólk sem hefur áhuga á að þróa sig faglega á sviði leikhúss fyrir yngstu áhorfendurna) |
|